Guðbergur Bergsson er félagslega röntgentækið, er dýpst hefur skimað í kima íslenzkrar þjóðarsálar. Gerði sálina víðfræga í Tómasi Jónssyni. Guðbergur tjáði sig 2009 um erfiðleika fólks við að laga sig að siðaðra manna háttum og semja um IceSave: “Þegar skip fórst tók öll þjóðin þátt í harminum. Það sem sameinaði þjóðina var harmurinn. Þetta mundi líka sameina þjóðina ef hún myndi ekki borga, einangrast og standa bara með sjálfri sér. Vera ekkert að hugsa um það hvaða álit hinn stóri heimur hefur á okkur. Stóri heimurinn hugsar ekkert mjög mikið um okkur.” Lýsing á þjóðrembu í einangrun eylands.