Skammar Bush

Punktar

Maureen Dowd segir í New York Times, að George W. Bush Bandaríkjaforseti sé að flytja Bandaríkin aftur í tímann, aftur fyrir Franklin Delano Roosevelt og jafnvel aftur fyrir Theodore Roosevelt. Hann hafni þróunarkenningunni, hafi engan áhuga á vísindalegum framförum, sé á fullu við að rífa niður öryggisnet lítilmagnans og koma á algerlega óheftu dólgaauðvaldi í landinu. Jafnframt sé hann einbeittur við að undirbúa útbreiðslu þessa þjóðskipulags um heiminn með sprengjuflugvélum og loftárásum. Embættisfærsla hans sé árás á nútímann yfirleitt, byggð á hroka trúarofstækismanns.