Olympíuleikarnir í Peking eru herra Ólafi Ragnari Grímssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til skammar. Þeir eru Alþjóða olympíunefndinni og Ólafi E. Rafnsssyni til skammar. Eru íþróttamönnum leikanna til skammar, þar á meðal handboltaliði Íslands. Eru áhorfendum til skammar, þar á meðal íslenzkum. Allir þessir aðilar studdu með aðild sinni við pólitík leikanna. Hún fólst í, að fangabúðaríkið sýndi þrælum sínum, að það væri miðríkið eina og glæsta, sem allir skyldu lúta. Olympíuleikarnir í Peking 2008 slógu pólitískt við olympíuleikum Hitlers í Berlín 1936. Skammist ykkar öll.