Í síðustu þingkosningum hrundu ýmis eins máls framboð, þótt málefnin væru mörg hver góð. Fólk kaus ekki út á verkalýðshyggju eina sér, húmanisma, landsbyggð, Sturlu, þjóðrembu, stjórnarskrá eða hagsmuni heimilanna. Slík framboð kolféllu. Píratar slefuðu hins vegar inn og hafa löngu síðar fengið stóraukinn stuðning almennings. Píratar geta sameinað öll brýnu málin undir einum hatti. Þannig geta þeir rofið lögmálið um skammlífa nýflokka. Gera það raunar með markvissri málefnavinnu á ótal sviðum, sem þeir sinntu varla áður. Verða að forðast að drepa sig á að díla við bófaflokka valdsins um að plástra gamla stjórnarskrá.