Skammtímalausn langtímavanda

Punktar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að refsa þeim, sem hafa lánað Íslandi og hindra aðra í að fjárfesta hér. Hún gerir það með gjaldeyrishöftum. Þar með hefur hún skaðað orðspor Íslands til langs tíma. Hún gerir það til að leyna stærð hrunsins fyrir þjóðinni. Ef gjaldeyrisviðskipti yrðu gerð frjáls, mundi krónan hrynja og haldast lág í nokkra mánuði. Ef evran færi í 300 krónur, mundu innfluttar vörur margfaldast í verði meðan svo stendur. Sá kostur er þá að flytja sem allra minnst inn og lifa sem mest af gögnum og gæðum landsins. Ríkisstjórnin vill ekki, að fólk finni núna fyrir þessu sjokki.