Er þingmenn og ráðherrar skandalíséra sem oftar í sjónvarpi, er fólk farið að spyrja: „Var hann ekki í morfís þessi“. Einkum er SDG ranglega grunaður um að hafa forðum verið í morfís. Bak við þennan almannaróm er sorgarsaga hugmyndar, sem fór út um þúfur. Áratugum saman hefur morfís skandalísérað sem stofnun. Mest hefur borið á bjálfanum Ingvari Erni Ákasyni, sem þjálfaði morfís hjá ýmsum skólum. Um þessi mál hefur verið skrifað síðan hálsbindi voru klippt þar á síðustu öld. Ekkert gerist samt og skólastjórar klóra sér bara. Hér á Íslandi eru aldrei nein viðbrögð, skandallinn kontínúerast bara.