Vegna gjafakvóta er ekki samkeppni í sjávarútvegi. Þar eru ekki þær framfarir, sem fylgja samkeppni, til dæmis útboði veiðiheimilda. Rekstur fyrirtækja felst í skapandi bókhaldi. Til dæmis í hækkun í hafi, sem flytur peninga til Tortola. Bókhald fyrirtækja í utanríkisviðskiptum er marklaust eins og bókhald stóriðju. Því er hagað þannig, að sem minnst fé verði eftir í landinu. Mest hverfur út í heim. Gerir kvótagreifum í evrum kleift að borga hlægilegt kaup í krónum og gráta út af skattlagningu. Þannig verður þjóðin af arði sinnar þjóðarauðlindar. Öfugt við Norðmenn, sem láta sína þjóðarauðlind borga lífeyri alls almennings.