Frá Skarði á Skarðsströnd um Skarðið að Búðardal á Skarðsströnd.
Á 18. öld var Skarðið fjölfarin leið, enda var það þá vel gróið þéttum skógi. Nú er allur skógur horfinn og gatan orðin grýtt. Þannig hefur farið fyrir mörgum skemmtilegum reiðgötum á landinu. Í Skarðinu miðju er dys og varða, sem heitir Illþurrka. Þar er kona Geirmundar heljarskinns sögð vera heygð. Bær þeirra var á svipuðum slóðum og Skarð. Rétt ofan við Skarð er Andakelda, þar sem Geirmundur er talinn hafa fólgið dýrgripi sína. Skarð var öldum saman eitt allra mesta höfuðból landsins. Þar bjó Björn ríki Þorleifsson hirðstjóri og síðan ekkja hans Ólöf ríka á síðari hluta 15. aldar. Um skeið var verzlunarstaður í fjörunni, Skarðsstöð.
Förum frá Skarði austur Skarð og niður í Búðardal. Þar beygjum við til norðurs eftir veiðivegi og fylgjum honum út á þjóðveg 590 við Búðardalsá.
6,3 km
Snæfellsnes-Dalir
Nálægar leiðir: Búðardalur, Hvarfsdalur, Skeggaxlarskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort