Skárra að Gnarristar hafi meirihluta

Punktar

Þetta er alger niðurlæging fyrir okkur fáu, sem höfum amast við fylgi Besta flokksins í Reykjavík. Af tvennu illu finnst mér þó betra, að Jón Gnarr og félagar séu einir í meirihluta, heldur en með Sjálfstæðisflokknum. Bezt er að fara að hafa sig hægan í álitsgjöfinni. Fyrst var ég upp á kant við þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslunni um IceSave. Og núna í matinu á Jóni Gnarr. Ég segi bara, að þjóðin fái núna eins og jafnan áður þá fulltrúa, sem hún á skilið. Get þó ítrekað enn einu sinni, að þjóðin er að mínu viti ófær um að stjórna sér. Það sýnir saga hennar allan sjálfstæðistímann frá 1918.