Skátadrengurinn

Punktar

Ef það á að hengja einhvern vegna Íraks, eru efst á blaði Bush og Blair, Rumsfeld og Rice. Saddam Hussein er skátadrengur í samanburði við þessa stórvirku fjöldamorðingja nútímans, sem hafa beint og óbeint valdið dauða 600.000 manna og lagt efnahag Íraks og Afganistans í rúst. Þetta eru hreinir og tærir óþokkar, meðan Saddam Hussein var bara harðstjóri í gamla stílnum, hefur bara nokkra tugi þúsunda á samvizkunni. Sameiginlegt einkenni fjórmenninganna er stjórnlaus trú á, að guð stýri sverði þeirra og sé þeim til viðtals á hverjum morgni. Þetta var áður kallað geðveiki.