Bloggheimar standa sig vel. Þar er komið í ljós, að Sigurjón P. Árnason á ekki sinn prívat séreignasjóð. Þótt Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans og hatursmaður Evu Joly, haldi slíku fram. Sjötíu milljón króna lán með 3,5% vöxtum koma úr sjóði, þar sem 2524 manns eiga sparnað. Í stað þess að veita Sigurjóni lífeyri veitir sjóðurinn honum kúlulán. Af lífeyri þarf að borga tekjuskatt, en af lánum ekki. Þannig hefur Sigurjón náð sjötíu milljón króna lífeyri án þess að borga 26 milljónir í tekjuskatt. Ofursparnaður skatta hjá “jolly good fellows”. Enda er Sigurður G. stundum kallaður stjörnulögmaður.