Skattar eru ekki háir

Punktar

Sum ykkar munið gera á fésbókinni athugasemdir við þetta blogg. Þá ætla ég að biðja ykkur um að tyggja ekki aftur ruglið um, að lífeyrisgreiðslur séu skattur. Þær eru sparnaður til elliáranna, ekki skattur. Þessi sparnaður er að vísu illa höndlaður af atvinnurekendum og verkalýðsrekendum, en hann er samt sparnaður. Þegar ég segi, að skattar á Íslandi séu lægri en annars staðar á Norðurlöndum nema í Finnlandi, komið þá ekki með gömlu lummuna. Skattar eru 59% í Svíþjóð, 52% í Danmörku, 48% í Noregi og 46% hér á landi og í Finnlandi. Norrænir skattar eru háir, því að það eru það góð samfélög.