Skattar í ósamræmi

Punktar

Misræmi er í birtingu fjölmiðla upp úr skattskrám. Sýnir, hversu ranglátt er að reikna tekjur af fé vægar til skatts en tekjur af vinnu. Fé er ekki að neinu leyti æðra eða merkara en vinna. Hvort tveggja á að reiknast eins til tekjuskatts og útsvars. Þetta er allt innkoma, hvort sem hún stafar af vinnu eða fé. Ríkisstjórnin hefur að vísu hækkað fjármagnstekjuskatt, en ekki til jafns við vinnutekjuskatt. Viðheldur þannig forrétti auðstéttar, sem líka birtist í afskriftum lána. Væri þó í sátt við þjóðarvilja að slétta skattana út. Með því má lækka tekjuskatt og útsvar af vinnu. En auðstéttin ræður för.