Skattarnir úti eða inni?

Punktar

Búinn að lesa margar fréttir um útreikninga á neyzluviðmiði. Hvergi kemur fram, hvort skattar séu inni í tölunum eða utan við þær. Skiptir samt miklu máli. Skattar eru stærsti einstaki liðurinn í kostnaði heimila. Ekki er hægt að bera saman tekjur og neyzlu nema taka tillit til skatta. Nokkur munur er á að þurfa sexhundruð þúsund á mánuði til að lifa eða eina milljón. Ég skil ekki, hvers vegna fjölmiðlar hafa lítinn áhuga á að fræða okkur um þetta stórmál. Sjálfur les ég milli lína töflu í Fréttablaðinu, að skattar séu ekki innifaldir. Væri ekki gott ráð að segja okkur sannleikann um þetta?