Skattgreiðendur borga Moggann

Punktar

Kvótagreifarnir vilja ekki lengi borga mánaðarlegt stórtap Moggans, hvað þá kvótaerfinginn örláti í Eyjum. Skuldir hlaðast því upp í Landsbankanum á kostnað ríkisins, það er að segja skattgreiðenda. Bankinn afskrifaði hundruð milljóna af fyrra tapi Moggans. Senn kemur í ljós, að hann þarf að borga meira. Spurning er, í hvers þágu Landsbankinn sóar peningum, sem hann fékk hjá okkur. Viðskiptavild bankans mun rýrna mjög, þegar fyrstu tölur um tjónið verða nefndar. Því síðar sem bankinn losar sig úr dýru bræðralagi með kvótagreifum um Morgunblaðið, því meiri verður fyrirlitning fólks á honum.