Skattskráin á vefnum

Punktar

Við eigum að gera eins og Norðmenn og Ítalir, birta skattskrána á vefnum. Of feimið og flókið er að láta skrána liggja frammi nokkrar vikur. Opin skattskrá á vefnum eykur gegnsæi samfélagsins, stuðlar að lýðræði, veitir skattsvikurum aðhald, fækkar vinnukonuútsvörum. Við eigum líka að setja þjóðskrána á netið, fasteignaskrána og bifreiðaskrána. Það á ekki að vera einkamál, hvað menn segjast hafa í tekjur og hvað menn eiga. Leyndarstefna lokar þjóðfélaginu og stuðlar að ástandi, sem við höfum sé umhverfis Josef Fritzl í Amsetten í Austurríki. Við eigum í staðinn að reka opið þjóðfélag.