Skattskrár á vefnum

Punktar

Borgar Þór Einarsson telur upplýsingar um tekjur og efnahag þær viðkvæmustu í samfélaginu. Það er kolrangt, þessar upplýsingar eiga að vera gegnsæjar. Peningar eru ekki einkamál. Slíkt skiptir sérstaklega miklu, þegar traust er að mestu horfið, samanber bankaleynd. Hún er nú að hverfa um öll vesturlönd. Frjálshyggjugaurar eins og Borgar vildu bankaleynd, tekjuleynd, leynd á öllum sviðum. Af því að þeir misnotuðu leyndina. Nú sýpur þjóðin seyðið af allri þessari leynd. Í staðinn er kominn tími gegnsæis á allt, sem varðar peninga. Skattskrár eiga að liggja frammi allt árið á vefnum, opnar öllum.