Skattsvik verðlaunuð

Punktar

Ef ríkisvaldið væri réttlátt, mundi það skattleggja þá tugmilljarða, sem árlega hverfa skattfrjálst úr umferð. Þegar það finnst í skattaskjólum, eru bófarnir hvattir til að koma skattfrjálst með það heim. Í verðlaun fá þeir 20% afslátt af gengi krónunnar. Þannig verða skattsvikarar að hrægömmum, sem kaupa fyrirtæki og íbúðir af hrægammabönkum fyrir slikk. Okra síðan á leiguverði til almennings. Það er með eindæmum, að þjóðin skuli hafa fallizt á þennan margfalda þjófnað. Með því að kjósa þrjá bófaflokka til valda, Sjálfstæðis, Viðreisn og Bjarta framtíð. Oft hefur þjóðin verið í ruglinu í kosningum, en aldrei eins og á þessum vetri.