Skeifur klappa steininn

Hestar

Um landið liggja hundruð fornra reiðgatna. Sjálfur hef ég kortlagt um 800 götur með GPS og eru þær sýnilegar á heimasíðu minni. Langflestar eru þær búnar til af járnuðum hestum, sem klappa steininn. Fólk á mjúkum skóm býr ekki til slóðir af sama krafti. Til dæmis ekki þeir, sem amast við fornum reiðgötum í landslaginu og kalla náttúruspjöll. Skeifnaskorur í steini sjást til dæmis á Hellisheiði, þar sem raflínan liggur yfir veginn. Margar fornar leiðir eru vel varðaðar og sumar vörður hafa verið lagaðar, svo sem á Sprengisandsleið á Gnúpverjaafrétt. Sama þyrfti að gera á Biskupaleið yfir Ódáðahraun.