Skelfilegasti maður heims

Punktar

Mary Riddell segir í Observer, að Donald Rumsfeld, stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna, sé blanda af vanhæfni og reigingi. Hann sé orðinn að skelfilegasta manni heims um þessar mundir. Hann sé þegar farinn að hóta Sýrlandi og Íran, þótt Írakar láti sér ekki eins vel líka að vera sprengdir og skotnir og hann taldi þá mundu gera, þegar hann skipulagði árásina á Írak. Riddell spyr, hver sé munurinn á frelsun Íraka og blóðbaði Íraka, hvort það sé sigur að frelsa menn með því að drepa þá.