Fleiri en Reynir Traustason hafa áhyggjur af nafnlausi bloggi á vefnum. Washington Post hefur lokað fyrir slíkt blogg hjá sér, eftir að trylltir bloggarar misnotuðu aðstöðu sína síðari hluta janúar. Lýsingar blaðsins á ástandinu á vef þess slá út það ógeðfelldasta, sem sézt hefur hér á landi. Blogg á netinu er orðið að samkomustað trylltra geðsjúklinga, sem ná engum tengslum við veruleika og rökfræði, garga bara ókvæðisorð. Engin lausn er á þessum vanda önnur en að banna nafnlaust blogg og gera bloggsíðueigendur ábyrga fyrir eitrinu.