Skelfilegur ferill Davíðs

Punktar

Reiðiköst Davíðs Oddssonar voru fræg og ágerðust með aldrinum. Voru verri í Seðlabankanum en þau höfðu verið í ríkisstjórninni. Ólafur Arnarson segir frá sumum þeirra í bókinni Sofandi að feigðarósi. Í auknum mæli snerist hugsun Davíðs um fjölmarga óvini og hvernig hann gæti klekkt á þeim. Sjúk hugsun fléttaðist við störf hans sem ráðherra og einkum í Seðlabankanum. Ég líkti Davíð snemma við Mussolini og hegðun hans staðfesti það. Samanlagður ferill Davíðs er skelfilegur. Einkabankar án eftirlits, þúsundmilljarðarugl í bankamálum. Enginn orsakavaldur hrunsins kemst nálægt Davíð Oddssyni.