Undarlegar eru fréttir fjölmiðla af skemmdarverkum í Dyrhólaey. Ástæða hlýtur að vera fyrir, að skemmdarvargar rífa daglega niður hlið og skilti. Ríkissjónvarpið nefndi Reyni Ragnarsson, sem tók þátt í skemmdarverkunum og hótar að halda þeim linnulaust áfram. Það birti myndskeið af aðgerðum hans. Sveitarstjórinn í Vík, Ásgeir Magnússon, er líka nefndur. Engin skýring var gefin. Eru fjölmiðlar þó skyldugir að segja fréttir á þann hátt, að notendur skilji. Hugsanlega er um snarbilaða menn að ræða, en oftast býst maður við, að eiginhagsmunir séu að baki. Ég bið um skýringar á eindregnum brotavilja.