Ríkisútvarpið þarf sennilega að skera fleiri störf til þess að ná jafnvægi í rekstri. Þá er skynsamlegt að líta á fólkið uppi í turni. Fremur en á þá, sem starfa á gólfinu á jarðhæð og í kjallara. Rekstrarumhverfi er breytingum háð og víða er tímabært að minnka yfirbyggingar. Fréttastofan var hornsteinn stofnunarinnar og verður hornsteinn hennar áfram. Rýrð áherzla annarra aðila á hefðbundna fréttamennsku setur auknar skyldur á herðar Ríkisútvarpsins á því sviði. Spara má störf þarna án þess að skera meira niður í fréttum og fréttatengdu efni. Gott ráð er að fækka silkihúfum uppi í turni Efstaleitis.