Með niðurskurðarkröfu nýja fjárlagafrumvarpsins er ríkið komið að endimörkum sparnaðar án skerðingar á þjónustu. Hér eftir verður sparnaði ekki við komið á gólfinu á spítölum og í skólum. Frekari niðurskurður verður að koma hjá miðlægum stofnunum, ekki þar sem þjónustan er veitt. Miðlægar stofnanir hafa þanizt út undanfarinn áratug. Úr skrifborðsskúffum í ráðuneytunum hafa risið 75 manna risastofnanir, sem snúast kringum sjálfar sig. Þekktustu dæmin eru Umhverfisstofnun og Útlendingastofnun. Slíkar stofnanir eru fullar af fólki, sem ekki vinnur við annað en skýrslur og greinargerðir. Burt með þetta lið.