Skerum niður stofnanir

Punktar

Steingrímur J. Sigfússon er lokaður fyrir kröfum um að skera suma þætti úr ríkisbákninu. 75 manna og næsta óþarfar stofnanir lifa góðu lífi, meðan reynt er að klípa af velferð þjóðarinnar. Hvað höfum við svo sem að gera við Útlendingastofnun eða Umhverfisstofnun, sem reglubundið taka rangar eða engar ákvarðanir? Hvað höfum við að gera við Fangelsisstofnun, sem stendur í vegi afplánunarfangelsis á Reyðarfirði? Hvað höfum við að gera við Matvælastofnun, sem reynir að hindra bakstur í heimahúsum? Með því að skera slíkar stofnanir niður við trog getum við frekar verndað velferðina.