Ráðherrar og þingmenn meirihlutans urðu sér til skammar við þingslit. Báðust ekki afsökunar fyrir hönd Bjarna Ben og Sigurgeirs Sigurjónssonar vegna ástæðulausra símhlerana áratugum saman. Komu sér undan afnámi hins illræmda eftirlaunasvindls. Sluppu undan skaðabótum til Breiðuvíkurdrengja. Forðuðu sér frá matvælafrumvarpi, sem hefði lækkað matarreikning fólks í verðbólgunni. Ríkisstjórn og Seðlabanki hafa sett þjóðina í slæman vanda með aðgæzluleysi í gjaldeyrismálum. Ekkert var samt gert fyrir þinglok til að létta almenningi róðurinn. En hann verður látinn borga fyrir bankana.