Skíðadalsökull

Frá Klængshóli í Svarfaðardal um Skíðadalsjökul á Hólamannaveg.

Löng leið milli byggða í Svarfaðardal og Skagafirði.

Förum frá Klængshóli suður og suðvestur Skíðadal norðvestan við Almenningsfjall og suðaustan við Stafnstungnafjall, suðvestur um Austurtungur inn í dalbotn. Þaðan förum við suðsuðvestur upp í Skíðadalsjökul milli Leiðarhnjúka. Síðan til vesturs fyrir norðan Eiríkshnjúk og Péturshnjúk um Tungnahryggsjökul og yfir Tungnahrygg að klettaveggnum í vestri. Þar erum við komin á Hólamannaveg.

22,6 km
Eyfjörður, Skagafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Tungnahryggur: N65 41.340 W18 50.820.

Nálægar leiðir: Hólamannavegur, Tungnahryggur, Heiðinnamannadalur, Holárdalur, Þverárjökull.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins