Skilum gjaldeyrisvarasjóðnum

Punktar

Hugmyndir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins setja Ísland á hausinn, ef þær ná fram að ganga. Þegar er gjaldeyrisvarasjóður okkar kominn upp í 400-500 milljarða króna. Viðbótin verður fengin að láni, sem borga þarf vexti af. Hvern á að blekkja með varasjóði, sem fenginn er að láni? Líklega fyrirtækin, sem gefa einkunnir um lánshæfi. Þau virðast sólgin í sjónhverfingar. Við höfum ekkert að gera við slíkan varasjóð, þótt hann verði tvöfalt feitari en hann er nú. Fyrirhugað er að nota enn meiri lán til að tvöfalda hann. Nær er að nota féð í endurgreiðslur og létta vaxtabyrði ríkissjóðs. Hættum þessum leikaraskap.