Jón Sigurðsson skilur ekkert í fólki að segjast vilja hafna stóriðju. Búið sé að hafna frekari stóriðju í Hafnarfirði. Helguvík teljist varla stóriðja. Og Húsavík eigi langt í land. Víst sé þó, að fólk sé ekki í nýjustu skoðanakönnun að hafna stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Enda hefur hann áður sagt, að stjórnvöld hafi enga stóriðjustefnu. Þetta séu bara staðarmál heimamanna á nokkrum stöðum. Ég held, að leitun sé að manni, sem kemur eins mikið af fjöllum í tilverunni á Íslandi. Jón Sigurðsson segir raunar “erfitt að átta sig á” meiningu kjósenda.