Mér finnst það ekki ónýta mál gegn skipstjóra, að mistókst að kæra fyrsta stýrimann og fyrsta vélstjóra. Mér finnst ekki heldur ónýta málið, að ekki náist í eiganda útgerðarinnar. Þess vegna finnst mér í lagi, að skipstjórinn Geir sé einn fyrir Landsdómi, en hvorki Árni né Björgvin. Verra er, að hafa þar ekki eigandann Davíð Oddsson. Honum var skotið undan réttlætinu. Þótt mér finnist kæran á Geir vera góð, hef ég enga von um, að Landsdómur þjóni réttlætinu. Uppistaða hans eru hæstaréttardómarar, meira eða minna valdir af Davíð og handbendum hans. Útkoman er óvís, en ferill málsins er samt brýnn.