Skipt um sökudólg

Punktar

Spunakarlar skilanefndar, fjármálaeftirlits og viðskiptaráðherra hafa komizt að samkomulagi um að hengja Eggert Pál fyrir Lárus. Yfirlögfræðingurinn lék einleik, segja þeir, en ekki formaður skilanefndar Landsbankans. Þótt komið hafi í ljós tölvupóstur, sem sýnir frumkvæði Lárusar Finnbogasonar. Eðlilegt framhald af þessari útskiptingu sökudólgs er, að Eggert Páll Ólason verði rekinn. Enginn getur verið yfirlögfræðingur í ríkisbanka eftir að hafa leynt gerðum sínum fyrir skilanefnd. Málið er brottrekstrarsök beggja, hvor sem tekur á sig sökina, yfirlögfræðingurinn eða skilanefndarformaðurinn.