Lágmarkslaun eru hér 214.000 krónur á mánuði. Sem enginn getur lifað af. Hver fjölskylda þarf því tvær fyrirvinnur til að bjargast. Í Evrópu dugir ein og hálf fyrirvinna. Lífsgæði eru því miklu meiri suður í Evrópu. Fólk hefur þar meiri tíma til að sinna börnum og eiga frístundir. Þess vegna er fólk að flýja Ísland, fólk úr öllum stéttum. Láglaunastörf eru betur borguð í Noregi og háskólastörf í öllum þeim löndum, þar sem fólk stundar framhaldsnám. Í staðinn fáum við Pólverja og Eystrasaltsmenn til að halda þjóðfélaginu gangandi. Auðgreifarnir 1000 eru að skipta um þjóð í landinu. Hinir innfluttu sætta sig við minna en þeir brottfluttu.