Skipta daglega um skoðun

Punktar

Annan daginn boða þeir heimsendi. Að ríkisstjórnin tefji atvinnuskapandi aðgerðir. Að hjól atvinnulífsins þurfi senn að fara að byrja að snúast. Hinn daginn segja þeir, að efnahagsástandið sé orðið svo gott, að flýta megi frelsun krónunnar úr viðjum. Þannig skiptir Bjarni Benediktsson um skoðun á hverri nóttu, studdur samtökum atvinnulífsins. Auðvitað er gott að geta skipt um skoðun, en fyrr má nú vera að skipta daglega um skoðun. Í fyrradag taldi gervallur Flokkurinn að öll mál væru í ólestri. Í gær taldi gervallur Flokkurinn að ástandið væri svo gott, að afnema mætti gjaldeyrishöftin.