Skiptingin skiptir engu

Punktar

Engu máli skiptir, hvernig fylgið skiptist milli Flokksins og Framsóknar. Hvernig sem þenkjandi minnihluti þjóðarinnar rembist og ragnar, þeim mun ljósara er, að bófaflokkarnir munu ráða. Annað hvort undir forsæti Flokksins eða Framsóknar. Hvor tveggja mun fyrst og fremst gæta hagsmuna kvótagreifa og auðstéttar. Munu svæfa nýja stjórnarskrá og halda kerfinu lokuðu og læstu fyrir almenning. Að þessu sinni lýgur Framsókn lipurra en Flokkurinn, sem játar fækkun skattþrepa og niðurskurð velferðar. Framsókn hefur vit á að lofa öllu fögru og samkvæmt venju fagnar lýðurinn Nígeríubréfinu ótæpilega.