Skiptum út 100%

Punktar

Framboðslistar nýju flokkanna eru óðum að birtast og gefa mér von um góðan árangur þeirra í kosningunum. Mér líst almennt vel á tvo efstu frambjóðendur hvers lista í hverju kjördæmi. Hjá Lýðræðisvaktinni, Pírötum og Dögun. Hin framboðin virðast flest vera eins manns framboð eins og Samstaða Lilju Mós. Mér sýnist, að minnsta kosti þessi þrjú framboð séu með frambjóðendur, sem ég treysti margfalt betur en bófum og bjánum fjórflokksins og fimmta hjóli hans, varahjólinu Bjartri framtíð. Kjósið það af þessum þremur framboðum, er samræmist bezt hugmyndum ykkur. Aðalatriðið er að skipta út á Alþingi 100%.