Nýja hverfaskipulagið fyrir Reykjavík var fellt, þegar borgarstjórnin sá, að fólk hristi hausinn. Ekki er hljómgrunnur fyrir hugsjón skipulagsins. Fólk vill ekki, að gengið sé fram af offorsi gegn þeim, sem nota bíl. Fólk vill greiða götu strætó og reiðhjóla. En vill ekki fækka akreinum á Hringbraut og Miklabraut og ekki byggja blokkir alveg ofan í Miklubraut. Vill ekki minnka grænt svigrúm til að þétta byggð og allra sízt í Laugardalnum. Og vill ekki þétta byggð með steypukössum á borð við þann við Mýrargötu. Kjósendur þurfa að heimta svör frambjóðenda um, hversu djúpt hin brenglaða hugsjón liggur.