Rekstur ríkisins er ekki að sliga samfélagið. Enda virðist í stórum dráttum vera sátt um hlutverk þess í menntun, heilsugæzlu og tryggingum. Í því sem við köllum samanlagt skandinavískan sósíalisma. Jafnvel Flokkurinn hefur tekið þátt í þessu, meiri þátt en aðrir flokkar. Skuldir ríkisins eru nánast eingöngu komnar til af hruninu 2008. Þá tók ríkið á sig Seðlabankann og ýmsa sjóði, einkum til að bjarga fjármagnseigendum. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde ber ábyrgðina á því. Skuldirnar stafa beinlínis af fjármálastefnu Davíðs og Geirs, einkavæðingu bankanna og skipulögðu eftirlitsleysi ríkisvalds þeirra.