Skipuleggja flóttann

Punktar

Bandaríkin eru komin á fremsta hlunn með að flýja öngþveiti Íraks og flytja leifar hersins til furstadæmanna við Persaflóa. Jafnframt ætla Bandaríkin að biðja óvini sína, Íran og Sýrland, að hjálpa sér við að losna úr klípunni. Þetta er innihald skýrslu þverpólitískrar nefndar, sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, stýrir á vegum Bandaríkjaforseta. Innihaldið hefur lekið og skýrslan kemur til framkvæmda eftir kosningarnar 7. nóvember. Bandaríkin munu gefast upp, en kalla uppgjöfina öðru nafni. Enda er ástandið í Írak orðið mun verra en á dögum Saddam Hussein.