Skítalaun sem markmið

Punktar

Grátkóngar sjávarútvegsins væla enn einu sinni um, að hátt kaup hér á landi geri fiskvinnslu óarðbæra. Krafan um, að fólk hafi það skítt, svo að atvinnulífið skrimti, nýtur auðvitað lítils hljómgrunns launafólks. Ef atvinnuvegur er svo hallærislegur, að fólk þarf að hafa það skítt, svo að hann skrimti, á þjóðfélagið ekki að hlaða undir hann. Talsmaður Samherja og fleiri slíkir eru í rauninni að segja, að sjávarútvegur sé lélegur og úreltur atvinnuvegur, sem standist ekki samanburð við aðra atvinnuvegi í landinu.