Skítalykt er af frétt Stöðvar 2 um fimmtíu milljarða afskrift nýja Kaupþings á skuld Haga, sem á Hagkaup og Bónus. Í fréttinni er fullyrt, að afskriftin lendi á erlendum kröfuhöfum gamla Kaupþings. Því að skuldin hafi verið færð með afföllum inn í nýja Kaupþing. Hvaða afföllum? Var látið ósagt. Málið er ógegnsætt og þess vegna ótrúverðugt. Líklegast er, að mikill hluti þessara fimmtíu milljarða lendi á skattgreiðendum. Einnig er málið hluti af tjóni, sem þjóðin verður fyrir vegna álitshnekkis hennar erlendis í fjármálum: Af hverju eru gjaldþrota eigendur taldir sjálfsagðir eigendur í framtíðinni?