Alvarlegasta afleiðing samdráttar í fréttamiðlum eru lakari fréttir. Þegar dregin eru saman segl, er fyrst hætt við þær fréttir, sem eru dýrastar. Það er rannsóknablaðamennskan, sem verður útundan. Hún kostar mikið fé, mikinn tíma, mikla þolinmæði. Svo hefur komið í ljós, að notendur fjölmiðla fagna ekki rannsóknum. Traustið á Washington Post minnkaði í Watergate-málinu, sem gerði blaðið frægt. Skíturinn, sem grafinn er upp í rannsóknum, límist við fjölmiðlana sjálfa. Við höfum fræg dæmi um slíkt hér á landi. Hópar geðsjúklinga svívirða fjölmiðla og fjölmiðlunga, sem velta við steinum.