Bandaríkin geta ekki lengur vaðið á skítugum skónum um allan heim, sent her hingað og þangað og sagt mönnum fyrir verkum. Hervald getur ekki komið í stað viðskipta og velferðar, umhverfisverndar og lýðræðis. Tilraun Bandaríkjanna og Bretlands til að breyta leikreglum alþjóðamála mun mistakast að mati Philippe Sands í Guardian. Viðræður og samningar í samræmi við alþjóðlegar reglur eru sterkari en ógnanir og valdbeiting, lögfræðingar eru mikilvægari en hermenn, segir Sands, sem nýlega gaf út bókina: “Lawless World”, þar sem hann segir ekki vera nóg að þykjast vera töffari.