Skítur á fánann

Punktar

Við vitum, hvað krossfararnir gerðu í Miklagarði árið 1204. Við vitum, hvað spánski herinn gerði í Róm árið 1527. Við vitum, hvað bandaríski herinn gerði í Víetnam og gerir í Írak. Allir herir fremja óhæfuverk. Enginn munur er á hermönnum og geðveikum morðingum annar en búningurinn. Ef einhver er klæddur í einkennisbúning og honum afhent öflug byssa, þá fremur hann óhæfuverk. Veraldarsagan er samfelld saga óhæfuverka í hernaði, þar sem atómbomban skipar efsta sætið. Snúa má við orðalagi Lyndon Johnson forseta árið 1965 og hafa það svona: “Herinn skítur alltaf á fánann sinn.”