Skjal án höfunda

Punktar

Deildar meiningar eru um, hver stendur að þremur tillögum til breytinga á stjórnarskránni. Fjölmiðlar kalla þær tillögu stjórnarskrárnefndar og sama gerir Páll Þórhallsson nefndarformaður. Aðalheiður Ámundadóttir, fulltrúi Pírata, segist ekki standa að plagginu. Aðrir nefndarmenn hafa ekki fríað sig af þessu skjali og aðild sinni að því. Þótt þetta sé bara vinnuplagg í höndum ráðuneytis og alþingis, er meira en lítið undarlegt, ef tillagan hefur dottið af himnum ofan eða hún hafi skrifað sig sjálf. Einhver ber ábyrgðina og hún er vægast sagt þungbær. Þetta skrítna skjal leitar enn að ábyrgðarfólki sínu.