Skjaldborg

Frá Hofmannaflöt við Þingvelli um Eyfirðingaveg að Hlöðuvöllum.

Þetta er jeppaslóðin, sem yfirleitt er farin. Gamli Eyfirðingavegurinn lá að hluta norðar í landinu, sjá leiðina Eyfirðingaveg.

Förum frá Hofmannaföt til norðausturs fyrir vestan Mjóafell fremra. Síðan austur milli Mjóafells fremra að sunnanverðu og Mjóafells innra að norðanverðu. Gamli Eyfirðingavegurinn lá norðaustur með fremra fellinu, en við förum jeppaslóð austur að Söðulhólum og áfram að Tindaskaga. Þar beygir vegurinn norður með Tindaskaga að fjallaskálanum Skjaldborg við norðurenda skagans. Þaðan förum við austur að Skriðu og meðfram fjallinu norðaustur og austur að Hlöðuvöllum.

28,6 km
Árnessýsla

Jeppafært

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH