Forgangsmálin að eru farin birtast. Auðvitað eru þau önnur eða í annarri röð en í kosningaloforðum. Fólk veit, að það er regla, nema íslenzkir kjósendur. Þeir taka próf í kosningaloforðum til að sjá, hvaða loforð passa bezt við sinn vilja. Fremsta mál á dagskránni er að gefa fleiri silkihúfum færi á að vera ráðherrar. Eyðir peningum, það vissu allir, er það ekki? Annað mál á dagskrá er að hætta við veiðigjald á kvótagreifa. Glatar peningum, það vissu allir, er það ekki? Silfurskeiðungar slá skjaldborg um sína auðstétt, kemur það einhverjum á óvart? Kjósendur geta sjálfum sér kennt um þá skjaldborg.