Skjaldborgin um bankana

Punktar

Þótt Hæstiréttur hafi ógilt gengistryggingu lána, hefur hann ekki ógilt verðtryggingu annarra lána. Þau halda áfram að vera tryggð. Bankarnir og sjóðirnir eiga einir að borga tjónið af afnámi gengistryggingar. Ríkið ber óbeint tjón af því vegna framlags til nýju bankanna. Það á enga peninga og má ekki leggja fram viðbótarfé vegna gengismálsins. Enn fáránlegra væri, ef það færi að fikta í verðtryggingunni, sem er saklaus, þangað til Hæstiréttur ákveður annað. Ef hann ákveður síðar að banna verðtryggingu, verða bankarnir og sjóðirnir að bera það einir. Ríkið má ekki reisa skjaldborg um bankana.