Ríkisstjórn Geirs Haarde sló skjaldborg um fjármagnseigendur. Það er eina skjaldborgin, sem slegið hefur verið upp eftir hrunið. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur heldur áfram á sömu óheillabraut sé, þótt í minna mæli sé. Nú er verið að vernda tryggingasjóði og sparifé í sparisjóðum. Hvernig stendur á, að núverandi ríkisstjórn er jafnhöll undir sparifjáreigendur og þáverandi ríkisstjórn? Af hverju telur hún rétt, að skattgreiðendur borgi alltaf upp í topp? Geta menn ekki komizt út úr því þrönga boxi, að öllum vanda megi kasta í fang skattgreiðenda? Nema náttúrulega vanda þeirra, sem minnst mega sín.