Skjaldborgin um sukkarana

Punktar

Verkalýðsrekendur og atvinnurekendur slógu í gærkvöldi skjaldborg um sukkara lífeyrissjóðsins Gildis. Fórnuðu þó Tryggva Tryggvasyni sjóðsstjóra. Hann hafði farið í laxveiðiferðir á vegum Kaupþings, milli þess sem bankinn rændi lífeyrissjóðinn. Verkalýðsrekendur og atvinnurekendur ætla sjálfir að sitja áfram í stjórn sjóðsins, þótt þeir hafi ekki virt reglur um meðferð peninga sjóðfélaga. Áfram hyggjast sitja grátkarlarnir Vilhjálmur Egilsson hjá atvinnurekendum og Friðrik Arngrímsson hjá kvótagreifum. Með skjaldborginni um sukkarana hefst nýr kapítuli í þrælahaldi verkalýðsrekenda á sjóðfélögum.